Popular – Að éta eða vera étinn

„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru í eðli sínu köld skilaboð sem hafa þá lógísku niðurstöðu að í raun skiptir ekkert máli í lífinu nema að éta eða vera étinn.“

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Fílalags þar sem síð-X-kynslóðar neglan Popular er krufin.

Við erum að tala um lag með dead-pan söng með örvæntingarundirtóni, power-chords í viðlögunum og rosalega mainstream framleiðslu. Áhrifin eru djúp og leitandi. Þetta er póstmódernismi, existensialismi og bara insert heimspekistefna of your choosing. Popular er lagskipt poppkaka.

Popular er búið að fara hringinn. Það er tuttugu ára gamalt og hefur nú bæði upplifað sínar hæðir og lægðir í vinsældum. En núna snýst þetta ekki lengur um vinsældir.

Popular er lag sem á heima á stalli.

Hlustið og fílið.

Fílalag
Fílalag
Popular - Að éta eða vera étinn
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply