Í sól og sumaryl – Íslenskt sumar, í brúsa

Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er einfalt og grípandi, en einnig haze-að og einstaklega grúvandi útsett og flutt.

Það var neglumeistarinn Gylfi Ægisson sem samdi lagið, og var hann þá staddur á Akureyri. Þetta er norðlenskt og gott. Sjalla-konfekt. Birkilykt í Vaglaskógi. Norðlenska pulsur á grillinu. Allir þrælsáttir.

Fílalag
Fílalag
Í sól og sumaryl - Íslenskt sumar, í brúsa
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply