Gentle On My Mind – Lagið sem allir fíluðu

John Hartford og ýmsir – Gentle on My Mind

Setjið á ykkur svunturnar. Á hlaðborðinu eru Glen Campbell, Aretha Franklin, Frank Sinatra, Elvis Presley og Dean Martin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa flutt og maukfílað lagið Gentle on My Mind eftir ameríska blue-grass tónlistarmanninn John Hartford, og það gerið þið einnig.

Gentle on My Mind er cinamatískt og þéttofið meistarastykki – vöndull myndríkra hugsana sem flýtur eftir straumnum eins og fljótabátur úr sögu eftir Mark Twain. Svo mikil músík, svo mikið víðfeðmi.

Fílalag
Fílalag
Gentle On My Mind - Lagið sem allir fíluðu
/