Foolish Games – Djásnið í djúpinu

Jewel – Foolish Games

Það er mikið af rusli í heiminum. KFC-umbúðir á sófaborði, ljótar byggingar í illa skipulögðum borgum sem öllum er sama um, kusk á hillu, milljónir laga sem er tímasóun að hlusta á. Í raun er heimurinn bara einn stór ruslahaugur. Saga okkar líka. Flestar minningar, flest orð sem hafa verið sögð, þetta er bara rusl og suð sem skiptir engu máli. Maður verður að líta á það þannig: Að öðrum kosti verður maður bara ruglaður.

En svo eru gersemar í ruslinu. Jewel er ein þeirra. Gersemi í þeim risastóra ruslabing sem amerísk fjöldamenning er. Hún fæddist í Utah, ólst upp í Alaska og var síðar heimilislaus í San Diego. En þá skrifaði hún undir plötusamning og varð fræg. En þá fyrst er hætta á að breytast í rusl. En Jewel gerði það ekki, því hún er ein af þessum manneskjum, þessum örfáu sem eru öðruvísi, öruggari, sterkari. Það gerist endrum og eins og það er alltaf jafn mikill galdur.

Fílalag
Fílalag
Foolish Games - Djásnið í djúpinu
/