Down By The River – Stóri Ufsilón

Þá er komið að fílun á einni af burðarstólpum rokksins. Neil Young er tekinn fyrir í Fílalag í dag. Það er vaðið beint í hippaflórinn og „Down By the River“ af plötunni „Everybody Knows This is Nowhere“ frá 1969 er skrensfílað.

Við erum að tala um hassreykjandi gítarsóló rúnk með fuglahræðutwisti. Klæðið ykkur í stagaðar smekkbuxur og fyllið heilann ykkar af hálmi. Þetta er klístrugt ranch-rokk. Fáið ykkur hund og skírið hann „Akvaríus“ og bara missið vitið.

Nú eru jólin hjá Óla Pöllum þessa lands. Neil Young er undir nálinni. Klukkutíma fílun á einu af hans allra besta.

Fílalag
Fílalag
Down By The River - Stóri Ufsilón
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply