Changing of the Guards – Síðasta útspil Timburmannsins

Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða hefðbundinna vinsælda heldur á grunvelli ídeólógíu. Í tónlist Bob Dylan býr stærsta hugmyndafræðin.

Þegar Bob Dylan gaf út sína fyrstu plötu árið 1962 þá miðlaði tónlist ekki hugmyndafræði nema í örfínu lagi allra hæst settu elítista – að öðru leyti var tónlist afþreying og skemmtun – uppfull af tilfinningum, litum og hughrifum – en hún var ekki intellectual – tónlist var ekki fyrir hugann.

Þegar Bob Dylan hafði lokið sér af í bili með Blonde on Blonde árið 1966 hafði heimurinn verið sprengdur í loft upp með tónlist. Það hafði orðið bylting í hugsun. Núna gat dægurtónlist fjallað um djúpa hluti, þunga hluti, stóra hluti. Auðvitað var það ekki bara Bob Dylan sem breytti tónlistinni, en hann var sá stærsti.

Bob Dylan byggði brú milli afþreyingar og intellectualisma – brú sem hefur verið órofin síðan innan þess sem við köllum dægurmenningu. Hann var verkfræðingur og yfirsmiður í þeirri brúarsmíð.

Bob Dylan var ekki hættur sem tónlistarmaður árið 1966 þó að brúarsmíðinni væri lokið. Hann gaf út fullt af góðum plötum, meðal annars Blood on the Tracks 1975, sem er ein af hans allra bestu. En hlutverki hans sem æðsta prests var lokið. Eða hvað?

Síðasta útspil Dylans kom 1978. Það er eins og hann hafi tekið alla þá hugsanaorku sem hann átti eftir og kreist hana inn á þetta eina lag, sem síðasta kirsuberið ofan á kökuna sem breytti heiminum. Í laginu virðist ætlunin vera að afhenda næstu kynslóð keflið.Changing of the Guards var ekki instant klassík. Alls ekki. Það hefur mjatlast í gegnum áratugina en sífellt hlaðið utan á sig meiningu. Það er seigur snjóbolti sem fór rólega af stað en er löngu hætt að taka fanga.Hér er opnað inn í gullkistu Alvarpsins. Þetta er með allra fyrstu þáttunum sem Ebbi og Snorri tóku upp undir merkjum Fílalag, og þetta var ákveðin prófraun. Að fíla Dylan er eitt. Að fíla Changing of the Guards án þess að sitja þögull og froðufella er annað. Það er áskorun.Athugið að nýjasti Fílalag-þátturinn var sendur út á þriðjudaginn – sérútgáfa vegna byltingarinnar. Það var Sódóma með Sálinni. Einnig er hægt að hlusta á hann í gegnum þessa frétt.

Fílalag
Fílalag
Changing of the Guards - Síðasta útspil Timburmannsins
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply