Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum

Bandaríkjamenn eru gíruð þjóð. Ameríka er heimsálfan sem sýgur til sín alla hugmyndastefnur veraldarinnar og bestar þær. Frakkar fundu upp bílinn en Ameríkanar fundu upp krómaða stuðara og sjálfsskiptingu.

Pönkið var líka seint að berast til Ameríku (ef frá er talið frumpönk og bílskúrsrokk). Það barst með new wave skipunum til Bandaríkjanna, rétt eins og Íslands, og menn voru mikið að pönkast í áttunni, sérstaklega í Kaliforníu. En þá var einmitt hljómsveitin Green Day stofnuð í Berkeley, úthverfi San Francisco, árið 1986.

Og Green Day var pönkhljómsveit. Þetta voru límsniffandi, kynferðislega margræðnir ræflarokkarar inn að beini. En 1994 dró til tíðinda, þegar þeirra þriðja plata, Dookie, kom út hjá risa plötufyrirtæki. Var þá eitthvað pönk eftir í þeim?

Svarið er: nei. Pönk-frumkrafturinn var kannski farinn, en gírkassinn var þarna ennþá. Green Day eru með einn rosalegasta gírkassa í sögu rokksins. Fáar hljómsveitir geta svissað kraftinn jafn hratt upp. Green Day eru algjört Ready, Steady, Lars, dæmi: gíraðir eins og danskur graðnagli á karókí-bar.

Green Day er mulningsvél. Þetta eru Duracell-kanínu-ríðandi, dóp-étandi, Kaliforníu-álfar – sem geta mulið bæði stórfyrirtækja-gigg jafnt sem sveitta klúbba. Þetta eru rokkskaddaðir Kerrang! alternative veðhlaupahundar. Og það borgar sig aldrei að setja peninga á mótherjann. Kaninn mylur allt. Green Day mylur allt.

Hér er það, í allri sinni dýrð: Basket Case – stofnanamaturinn. Þjóðsöngur ofsóknarbrjálaða níu-fokkersins. Hass, lím og samræmd próf.

Fílalag
Fílalag
Basket Case - Besti gírkassinn í bransanum
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply