All I Want For Christmas – Allur pakkinn

Hvernig jól viljið þið? Kerti og spil? Eplaskífur og kósíheit? Endilega norpið með gamaldags skandinavísk jól og ljúgið að sjálfum ykkur að það sé nóg. En ef þið viljið gnóttina, allan pakkann, stóra harða pakkann – hlustið þá á þetta lag.

All I Want For Christmas er snjóandi amerísk ofgnóttarnegla. Hundrað milljón dollara wall of sound jólaþruman sem gírar fólk inn í alvöru jólastemningu. Gleymið öllu öðru. Mariah Carey með allar sínar áttundir er eigandi desember. Þið eruð neytendur, svo njótið.

Fílalag óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla. Þátturinn fer nú í nokkra vikna pásu en kemur endurbættur til baka.

Fílalag
Fílalag
All I Want For Christmas - Allur pakkinn
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply