All Along The Watchtower – Verið á varðbergi

Það er stór fíll í herberginu. All Along the Watchtower er undir nálinni í dag. Bæði Dylan og Hendrix útgáfan. Vúff. Líklega er best að gera öryggisráðstafanir áður en hlustað er á þennan þátt.

Farið í Ellingsen og kaupið björgunarvesti. Kippið líka með 3-400 grömmum af þurrkuðu kjöti og nokkrum brúsum af Gatorade. Þetta verður fílun sem gæti skilið ykkur eftir fljótandi á rúmsjó.

Fílalagsbræður byrja á Dylan. Svo er farið í Hendrix. Þetta er rosaleg dagskrá. Árið er 1968. Víetnam stríðið er í fullum gangi. Tæplega fimmtíu amerískir hermenn eru negldir niður í líkkistur upp á hvern einasta dag þetta ár. Martin Luther King er skotinn. Bobby Kennedy er skotinn. Bítlarnir gefa út Revolution, en fara svo full circle í flótta og gefa líka út Bungalow Bill. Allir eru hræddir. Líka Dylan. Hann fer í lest og blaðar í Jeseja á leiðinni og les sér til um Varðturninn, sjálfan sjónarhólinn!

Meira um það í þætti dagsins. Lexían er: verið hrædd, verið á varðbergi, við sjóndeildarhringinn glittir í tvo reiðmenn, einn á asna, annar á kameldýri. Villiköttur ýlfrar, vindurinn gnauðar.

Fílalag
Fílalag
All Along The Watchtower - Verið á varðbergi
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply