Atlavík ’84 – Koddafar í andliti. Matarkex í maga.
Rúnk – Atlavík ’84
Hvað gerist ef maður hleypir rafstraumi ofan í blauta rauðrófustöppu?
Yfirleitt gerist reyndar ekki neitt. En stundum gerist snilld.
Hljómsveitin Rúnk er súpergrúbba íslenska indísins. Hér er um að ræða Ólympus fjall Fókus 2000 menningarinnar. Meðlimir bandsins voru þau Björn Kristjánsson (Borko), Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló), Hildur Guðnadóttir (Chernobyl, Emmy), Benedikt Hermann Hermannsson (Benni Hemm Hemm) og Ólafur Björn Ólafsson (on sticks). Saman gerðu þau eina plötu, Ghengi Dahls, sem kom út 2002.
Hér er öll kássan fíluð, og sleikt út um. Fílið með.
/
RSS Feed