Wannabe – Kryds-ild

Fyrsta plata Spice Girls hét Spice og hún var nákvæmlega það: krydd. Og ekkert venjulegt krydd heldur napalm-karrí-lyftiduft. Kryddpíurnar sprengdu upp veröldina, og eins og allar alvöru sprengjur, þá gerðust hlutirnir hratt og átökin voru mikil. En það sem stóð eftir voru þó falleg skilaboð um mátt tónlistar, gildi vináttu og mátt stúlkna og kvenna – og hafa þessi grunn skilaboð bara skerpts og eflst með tímanum.

Kryddpíurnar voru sannarlega í eldlínu níunnar, þar sem tókust á hugmyndir um hver er “wannabe”, hversu margar dúkkur af þér máttu selja áður en þú verður feik og sellát og hversu langt má ganga í að setja breska samveldisfánann á alla skapaða hluti án þess að það verði beinlínis þjóðernisrembinur? Kryddpíurnar voru í miðjum þessum átökum, og var tilvera þeirra meira og minna sigling í gegnum kúlnahríð.

Spice Girls voru líka ekkert venjulegt band. Og til að gefa hlutunum smá samhengi má benda á að Spice Girls eru eitt af örfáum hljómsveitum þar sem fólk þekkir alla meðlimina með nafni. Þá eru þær líka eitt af örfáum hljómsveitum sem hafa fengið íslenskt nafn sem hefur náð að loða við þær: Kryddpíurnar. Það er eitthvað bítlískt við stærðargráðuna á því.

Það er því margt til að fara yfir í fílun dagsins. Við sögu koma rasskinnar Karls Bretaprins og Margrét Thatcher. Hlustið og fílið.

Fílalag
Fílalag
Wannabe - Kryds-ild
/