Það er puð að vera strákur – Puðið og tuðið
Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur
Núna geta allir loksins sofnað rótt. Hvort sem þið eruð langt leidd af klámfíkn, fransk-rennilása-læst í gamer-stól eða að klára mastersgráðu í þróuðu hugvísindanámi þá verða hér leidd fyrir ykkur sönnunargögn af safaríkara taginu. Um er að ræða titilag af plötu með Bjartmari frá 1989, en deep-cut þó enda lag sem sárasjaldan heyrist. Lagið fjallar þó um eitt stærsta mál samtímans: þetta puð sem fylgir því að vera strákur.
Það sem gerir lag Bjartmars kannski helst klassískt er að hann fer nokkuð öfgalaust yfir helstu meinsemdir karlmennskunnar án þess þó að væla yfir þeim. Þetta er bara puð, eins og milljón aðrir hlutir í lífinu, en puð samt sem áður.

/
RSS Feed