Tætum og tryllum – Stemning allra landsmanna

Stuðmenn – Tætum og tryllum

Leggjum á borð. Það er 1975. Það er þjóðvegur. Það er ökutæki. Það er fólk um borð.

Það er stemning.

Hið mikla íslenska vegalag er fílað í dag. Og skaparar þess, sjálfir Stuðmenn, með Björgvin Halldórsson í forsöng. Herra Guð. Þetta er of mikið. Með þetta lag í akstri, sól á himni, fjórtán skinkur á mælinum og þriggja daga helgi framundan. Úff. Vúff.

Stemningin verður ekki meiri.

Gleðilega verslunarmannahelgi kæra þjóð. Það er komið að Hljómsveit allra landsmanna!

Fílalag
Fílalag
Tætum og tryllum - Stemning allra landsmanna
/