Sweet Jane – Kontrapunktur kúlsins

Velvet Underground – Sweet Jane

Starfsmaður vegabréfaeftirlits á JFK-flugvelli horfir rannsakandi en kæruleysislegum augum þráðbeint framhjá þér. Í belti hans 9mm Glock, í vasa hans valdið, pakki með sex þurrum Orbit-þiljum. Það má skera loftið með kauðalegum smjörhníf sem átta ára barn kom með heim úr smíðatíma. Það má skera loftið niður í þykkar lifrapylsusneiðar. 

Kæliskápar stórborganna syngja. Í sextíu hjartahólfum þeirra daufur ostafnykur. Bilaðir menn, bilaðar konur, falla í yfirlið undan ræðu ofstopamanns. Í horni kúrir Adidas-taska stútfull af bæklingum um perraskap og taskan er líka stútfull af pillum og hún er líka stútfull af sprengjum og stútfull af skraufþurrum símaskrám sem tákna ekkert.

Að hugsa stórt er ekkert mál. En að tyggja tyggjó á meðan? Það er leikurinn langi, einleikur hinna útvöldu.

Fílalag
Fílalag
Sweet Jane - Kontrapunktur kúlsins
Loading
/