Sunny way – Kjallarinn á Þórscafé

Gestófíll: Ari Eldjárn

Það er febrúar 1974. Við erum stödd í iðnaðarhverfi austan megin við Hlemm í Reykjavík. Hrafn kroppar í prins póló umbúðir upp við fölgráan ljósastaur sem lýsir dapri flúorskímu yfir miskunnarlaust íslenskt sjöu-skammdegið.
Það er verið að taka upp lag í kjallaranum á Þórscafé. Hljómsveitin Steinblóm er mætt. Lagið heitir Sunny way. Síðhippa-mottulagning úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Meðlimir bandsins áttu síðar meir allir eftir að skipta út gíturum sínum fyrir þvottavélar, rokkinu fyrir fjölskyldulíf. En akkúrat þarna, á dimmasta staðnum, á dimmasta árstímanum, í miðjum dimmasta áratuginum, fór eitthvað á flug. Steinblóm fetaði veg sólarinnar.
Þið hafið líklega aldrei heyrt lagið Sunny way áður, en kannski verður það nú eitt af ykkar uppáhalds lögum. Það er gimsteinn – gullmoli, perla úr undirdjúpunum. Fetið veg sólarinnar, fílið!
Fílalag
Fílalag
Sunny way - Kjallarinn á Þórscafé
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply