Sex on Fire – Logandi kynlíf ljónanna

Kings of Leon – Sex on Fire

Hafið þið séð ljónshvolpa í dýragarði, leika við hvern annan, bíta í hálsa og veltast um í gamnislag, lúra svo þess á milli ofan á hver öðrum eins og tuskur. Ef það væri hægt að taka þessa orku, þetta ljónshvolpamódjó og setja á flöskur, þá væri maður með dýrmætustu vöru í heimi.

Og það tókst. Því ljónabræðurnir í Kings of Leon eru nákvæmlega þetta urrandi ómótstæðilega sjónarspil, og þeir hafa verið til sýnis í stærsta leikhúsi veraldar: leikhúsi rokksins.

Kings of Leon eru dauðateygjurnar, síðasti sopinn, dreggjarnar, síðasta sígararettan sem reykt er í innan í bílum áður en það er hætt að framleiða þá með öskubakka.

Kings of Leon eru Simbi orðinn unglingur, í eftirpartíi, með bauga, föðurlaus, dyggðugur en villtur. Disney-fantasía á sterum.

Þær eru kallaðar lyfturæður, stuttu “pitchin” þar sem saga þess sem verið er að selja er útskýrð á sem stystum tíma. Þær eru kallaðar lyfturæður því allir fá einnar mínútu séns með forstjóranum til að útskýra hugmyndina sína. En Kings of Leon þurftu ekki mínútu. Þeirra hugmynd var einföld. Við erum ljón og varan okkar er “logandi kynlíf”.

Fílalag
Fílalag
Sex on Fire - Logandi kynlíf ljónanna
/