Serbinn – Segulsvið svitans

Bubbi – Serbinn

Fjörutíu metrar á sekúndu. Ekki vindhviða heldur beinstíf leiðsla af flæðandi draugum inn í himinhvel hugans. Lax í dauðakippum. Eggjarauð kokteilsósa.

Ok uxans. Minkafeldur suður slavneska herrans. Hringar Salómons.

Framundan er bara vegurinn. Ekki Nebraska-vegurinn hans Steina heldur eitthvað miklu naprara og tærara. Slétta melrakka og vofunnar í hvilftinni. “Glitrar grund og vangur. Glóir sund og drangur”.

Botnaðu bílinn. Beygðu hugann. Keyrðu hraðar en vindurinn. Keyrðu hraðar en draumar þínir, hraðar en draugar þínir. Sigurinn verður þinn og ljósið.

Fílalag
Fílalag
Serbinn - Segulsvið svitans
Loading
/