Peggy Sue – Hin mikla malbikun

Hvernig stendur á því að þetta hefur ekki verið fílað fyrr? Fílunarsaga án Buddy Holly er eins og Nýja testamentið með engum Jésú. En hér er hann loksins tekinn fyrir, smyrjarinn mikli frá Lubbock, Charles Hardin Holley og dyggar krybbur hans.
Saga Buddy Holly er saga hinnar miklu malbikunar. Saga þess þegar rokktónlist var breytt úr iðnaði yfir í list, saga tjörgunar og aflsmuna, svita, hita og þrúgandi aðstæðna, sem skiluðu að lokum í þráðbeinum vegi sem aðrir gátu keyrt eftir, flautandi fyrir munni sér lagstúf undir silkimjúkri fjöðrun.
Hér er þetta allt tekið fyrir. Stóru jakkarnir, strató-sperringurinn, hitinn, kuldinn, slysið. Líf Buddy Holly var keyrsla og það var veisla. Hér er um að ræða hnallþóru, sveitinni boðið. Vefjið ykkur í Oxford-peysur líkt og um spennutreyur væri að ræða, strappið á ykkur Steam Punk gleraugum með kennslukonu-sniði, hlaðið í ykkur Hot Talames. Nú verður farið í útsýnisferð yfir Clearwater Iowa. Buckle up. Því músíkin dó aldrei. Hún er sprelllifir. Sprelllifir.
Fílalag
Fílalag
Peggy Sue - Hin mikla malbikun
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply