Movin’ on Up – Öskur úr iðrum jarðar
Primal Scream – Movin’ on Up
Það er gott í vændum á nýju ári. Seiðkarlinn hrærir í potti og dregur upp lukkulegan spádóm handa þér væni minn. Þú munt stækka á nýju ári, vaxa um eitt númer, komast á næsta borð tölvuleiksins. Heill sé þér himnafaðir og allir jarðálfar púkalands því þessi stÆKKUN er mannkyni nauðsynleg. Það hefur ríkt værukærð, ótti, deyfð og dreymni. En nú verður hurðinni upp sparkað. Inn í partíið stíga skotar, uppfinningamenn malbiks, talsíma og pensilíns en einnig verkalýðsdeilna, heilsufaraldra og skaðræðis. Þungir og léttir í senn. Opnið fyrir þeim, leyfið þeim að tæma lungu sín með frumöskrinu, það mun stækka hjörtu ykkar.
/
RSS Feed



