More Than Words – Hegningarlagabrot
Extreme – More Than Words
Everly Brothers sönnuðu það á sínum tíma að það er hægt að bora ansi mikið inn í kvikuna með einföldu gítarspili og tveimur röddum – og ef það er gert rétt, þá virkar sama formúlan ár eftir ár. Metal-hljómsveitin Extreme gaf út sitt frægasta lag á kraftbölluðuárinu mikla 1991 en lagið var ekki einu sinni kraft-ballaða heldur bara ballaða. Það varð svo frægt að fólk þekkir það kannski meira í grínútgáfum heldur en af alvöru. En það var alvöru og fílingurinn er ósvikinn. En er þetta sunnudagsskóla samþykktur óður um kærleikann eða graðasta lag allra tíma þannig að jaðrar við hegningarlagabrot? Líklega hið síðarnefnda, en látum það samt liggja á milli hluta.

/
RSS Feed