Lyin’ eyes – Ernir. Fyrri hluti. Að þolmörkum
Eagles – Lyin’ Eyes
Kjarnasamruni. Reykjanesbrautin. Daðrið í myrkrinu. Augun, köldu krumlurnar, kæfisvefnsgræjurnar. Skiptilyklar, kokteilar, seðlaveski, bros. Gardínur í vindinum. Marge Simpson með varalit. Perlurnar, tárin, orðin.
Söngur hjartans. Magasár, móðurmjólk, úraníumstútur. Langdrægir kjarnaoddar, kók, dagblað, sófasett, hott hott á hesti. Út að þolmörkunum. Einu sinni enn. Hringdu bjöllunni, að hlið vítis, einu sinni enn. Hringdu bjöllunni og sá hreystugi kemur til dyra, ef þú hringir nógu oft þá opnar Hann.

/
RSS Feed