Live is Life – Að eilífu æring

Opus – Live is Life

Maradona horfir á Vesúvíus. Grétar Örvarsson stingur múslískeið í munn. Kartöflusalat svitnar á útiborði í bjórgarði í Graz. Evrópa er öxull.

Hemmi Gunn setur á sig svitaband og fer á svið á Broadway. Rúta með móðuðum rúðum brunar í gegnum íslenska sumarnótt. Veröldin er drifskaft.

Maður með permanent horfir upp á flúraðar hallirnar við Ringstrasse, á bónaða þjóhnappa herforingjanna sem standa sperrtir á stalli sínum. Í fjarska heyrist ómur frá múgnum sem heimtar tilgang.

Ekki meira ofbeldi, ekki meira stríð. Polkareggí skal það vera. Polkareggí skal það vera og við gefum allt í það. Allt.

Fílalag
Fílalag
Live is Life - Að eilífu æring
Loading
/