I Wanna Be Adored – Ljónið öskrar
Hafið þið verið að fíla Liam Gallagher á netinu? Hafið þið verið að rifja upp 90s fílinginn, anorakkana, sólgleraugun og brit-pop-strigakjaftinn? Gleymið öllu sem þið hafið verið að gösla í. Gleymið öllu, því allt er þetta bara lélegt endurvarp af frumöskrinu.
Stone Roses. Þeir mættu með fyrstu plötuna sína 1989. Og Britpop fæddist! Madchester-typpafnykurinn var svo rosalegur að fólk er enn haldandi fyrir vit sín. I Wanna Be Adored með Stone Roses er þvílík opnun, þvílík gangræsing, þvílík sprengja – að annað eins hefur ekki sést síðan.
Ljónið öskrar. „Þú dáir mig”. „Þú dáir mig”. Og mér er alveg sama. Ég hef enga sál. Myndlistarsköddun, súld, stórir gítarar, pillur.
/
RSS Feed
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!