Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið

Fílalag fjallar um The Stranglers í dag og fíla lag þeirra Golden Brown. Lagið á sér fáar hliðstæður í músík. Það er einstakt. Það fjallar víst um heróín, en í stærra samhenginu má segja að það fjalli um að skríða aftur inn í móðurkvið.

Lagið er einstakt því það er skrítin blanda af barokk og easy listening, flutt af pönkhljómsveit. Hljóðheimurinn er mjúkur en flutningurinn agaður. Það er ekkert lag eins og Golden brown og það er mögulega eitt mest sóló-fílaða lag allra tíma. Lag sem maður þarf engan félagskap eða tengingar til að fíla. Að hlusta á Golden Brown er eitthvað sem er kannski best að gera bara þegar maður er einn heima og allir hafa svikið mann.

Never a frown, with golden brown. Golden Brown svíkur aldrei.

Fílalag
Fílalag
Golden Brown - Velkomin inn í móðurkvið
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply