Glugginn – Frumdagar kúlsins

Flowers – Glugginn

Gestófíll: Teitur Magnússon

Fílalag grefur í gullkistu sína að þessu sinni og töfrar fram eina af sínum fyrstu fílunum. Um er að ræða fílun á Glugganum með Flowers. Lagið er samið af Rúnari Gunnarssyni forsprakka Dáta og einum besta söngvara Íslandssögunnar og Þorsteini Eggertssyni frumrokkara og hirðskáldi sexu og sjöu. Alíslenskt lag, en þó nokkuð amerískt í hljómi, enda voru geysilega margar Wrigleys-stangir leðraðar niður að minturót við samningu og upptöku þess.

Glugginn felur í sér frumdaga íslensks kúls. Þegar menn eins og Jónas R. gengu um í pelsum og voru töff. Og fílun á laginu felur einnig í sér árdaga lagafílunar. Hér eru Ebbi og Snorri mættir, ásamt Teiti Magnússyni, sem hrærir í fjölskynjunarpotti sínum og galdrar fram ófyrirséðar hliðar Gluggans.

Fílalag
Fílalag
Glugginn - Frumdagar kúlsins
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply