End Of The World – Dramatískt, loðið, hættulegt

Aphrodite’s Child – End of the World

Í fyrsta skipti í Fílalag er það grískt. Og grískt skal það vera með allri þeirri hnausþykku drjúpandi olíu sem því fylgir. Aphrodite’s Child er hugsanlega frægasta rokksveit sem komið hefur frá Grikklandi og halelúja, ó áfram kristmenn krossmenn, hvað hún gaf hann góðann.

Það nær í raun ekki nokkurri átt hversu gríðarlega vel er hlaðið í þá dramatísku sex-barokk horror-neglu sem lagið End of the World, af samnefndri plötu frá 1968 er. Vúff. Fílið þetta, og bara grjóthaldið kjafti.

Fílalag
Fílalag
End Of The World - Dramatískt, loðið, hættulegt
/