Ef ég nenni – Ávöxtur í augnhæð

Helgi Björns – Ef ég nenni

Slyddugremjan, rokið í hausnum, myrkrið í sálinni. Bless á þetta allt. Sýrustigið í maganum, slátturinn í brjóstinu, munnangrið. Verið þið sæl. Stundum þarf bara að taka stærstu gangstéttarhelluna og keyra hana í gegnum kjallaragluggann til að opna fyrir flæðið, andrýmið og orkuna.

Helg eru jól, heilög sé sól, sú er síðan skein. Það er sært bjarndýr úti í horni, það starir framan í ljóskastara Víkingasveitarinnar, nú beinast öll spjót að bjössa.

Hátíð í bæ, konfekt og kók, ó, helgin, heilagleikinn, hólógram bernskujólanna í draumi Dickens. Drífðu með mig í gegnum skaflinn, upp á tindinn, í átt að ljósunum, í átt að stjörnunni, stjörnunni einu.

Fílalag
Fílalag
Ef ég nenni - Ávöxtur í augnhæð
Loading
/