,

Don’t Know Much – Sölufuglinn

Linda Ronstadt og Aaron Neville – Don’t Know Much

Linda Ronstadt er svalan sem syngur fyrir Bandaríkin. Að vísu hefur hún misst röddina nú því hún þjáist af taugasjúkdómi sem veldur skjálfta í líkamanum – en hott hott á hesti hvað hún hefur skilað inn drjúgu ævistarfi. Hún hefur líka sungið allt mögulegt: rokk, kántrí, popp, klassík og latín. Ekkert mál fyrir hina syngjandi svölu, sem náði jafnframt ávallt góðri sölu.

Árið 1989, eftir um 25 ár á toppnum var svalan ekki enn hætt. Þá tók hún sig saman með New Orleans R&B-sálar-gospel-djass-kántrí skattaranum Aaron Neville og söng inn enn eina platínu-negluna: lagið Don’t Know Much.

Ronstadt hafði þetta allt. Stóru hringlaga eyrnalokkarnir, mittisgallabuxurnar, köflótta skyrtan. Þetta er allt sem þarf til að lifa af í Ameríku, hvort sem ætlunin er að snara kálf á búgarðinum í Arizona eða syngja sig inn í þjóðarsálina.

Fílalag
Fílalag
Don't Know Much - Sölufuglinn
Loading
/