Anarchy in the UK – Stærsta svindl sögunnar

Sex Pistols – Anarchy in the UK

Taktu kjötmassa og láttu hann skoppa eins og pinball kúlu á milli blautra skuggasunda og lostaklúbba og hrærðu honum svo ofan í karríkássu þúsund ára gamals stéttskipts þjóðskipulags misjafnra lita og lykta. Stingdu svo rafmagni inn í blautt kjötið, slímugt, vessandi rafleiðandi kjötið og keyrðu upp spennuna í drullupollinum.

Pönk? Það er svindl. Þetta var allt svindl. Þetta er bara rafmagn í rassinn á þér, enn eina ferðina. Þetta var bara rokk að svindla á þér. Rokk er stærsta saga veraldarinnar og svindl þess er stærsta svindl sögunnar. Ekkert fer nærri kvikunni en þetta lag. Þetta er DeWalt höggborvél ofan í öll sár líkamans, undursamlegt, dáleiðandi hjakk sem mun lifa jafn lengi og Bach og bumbusláttur.

Fílalag
Fílalag
Anarchy in the UK - Stærsta svindl sögunnar
Loading
/