Að leggja sér músík til munns (Fílalag + SOÐ)

Fílalag fékk Kristinn Guðmundsson hjá Soð með sér í lið fyrir sinn nýjasta þátt. Á meðan Snorri og Ebbi fíluðu lagið A Whiter Shade of Pale eldaði Kristinn mat sem byggðan er á laginu, en Soð er matreiðsluþáttur. Það er því einnig hægt að horfa á þennan þátt Fílalags, í styttri útgáfu, hjá Soð.
A Whiter Shade of Pale með Procol Harum er einn stærsti fíllinn í stofunni. Risastórt lag sem skóp sexuna og hefur legið eins og hula yfir vestrænni menningu alla tíð síðan. Það þurfti fleiri skilningarvit heldur en eyrun til að fíla þetta lag og því var brugðið á það ráð að elda lagið líka – Kristinn sá um það – og var afraksturinn svo snæddur í lok lags.  Já. Lagið var étið. Þetta útskýrist betur ef hlustað er á þáttinn.
Njótið, snæðið, fílið.
Fílalag
Fílalag
Að leggja sér músík til munns (Fílalag + SOÐ)
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply