Widerstehe doch der Sünde (Gestófíll: Halla Oddný) – Bachaðu þig í drasl

Hvað vitið þið um Jóhann Sebastian Bach? Líklega slatta. En hafið þið fílað hann eins og hann á skilið? Kannski. Það verður allavega gert í dag. Það er komið að hamfarakrókódílnum frá Eisenach. Fílalagsbræður fengu til liðs við sig Höllu Oddnýju Magnúsdóttur til að fíla Bacharann.

Lagið sem er fílað er kantata eftir Bach, en þó í nútímaútgáfu eftir Nicolas Godin – sem er annar AIR-bræðranna. Strokinn fransmaður sem gert hefur sexí og töff músík í áratugi. Í fyrra fékk hann nóg af softgreddu poppi og er byrjaður að bacha.

Þeir sem byrja að bacha geta yfirleitt ekki hætt. Ekki hægt að bacha sig frá þessu.

Widerstehe doch der Sünde, gjörið svo vel.

Fílalag
Fílalag
Widerstehe doch der Sünde (Gestófíll: Halla Oddný) - Bachaðu þig í drasl
/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply