Laura’s Theme – Lerki og lík

Angelo Badalamenti og David Lynch – Laura Palmer’s theme (from Twin Peaks)

Tré, skógur, rökkur. Móða á gleraugum. Blaut laufblöð. Gulir plastborðar flaksa. Grár himinn. Flannelskyrta, keðjusög. Ófelía í sefinu. Þægindi, velmegun, teppi, draumar, hlýja, nærvera.

Sjaldan hefur feelgood og hrylling verið blandað jafn vel saman og í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. En heilinn sendir samt frá sér sömu rafbylgjur í gegnum taugakerfið þegar við hlæjum og grátum, eða fáum hlýtt í hjartað eða ugg. Þetta eru sömu straumarnir.

Og allt þetta kemur saman í einu af meginstefi þáttanna. Stefinu hennar Láru. Þar fer saman uggur og von, allt í einfaldri útsetningu, sem læsir sig inn í grunnstöðvar tilfinningasviðsins.

Fílalag
Fílalag
Laura's Theme - Lerki og lík
Loading
/