Moonlight Shadow – Miðilsfundur á Myrká
Mike Oldfield og Maggie Reilly – Moonlight Shadow
Viðjulauf. Hvítir náttkjólar. Gólandi hundur. Skothvellur í fjarska og silkimjúkt myrkrið. Tonn hughrifa í eldspýtustokki. Heil veröld sem örbylgjumáltíð. Hvísl, þyngsli, sorg, gall. Þú gengur inn í blómabúð í leit að samúðarkorti og það er farið með þig á bakvið og fyrr en varði ertu í seftjörn greifingjans, sökkvandi til botns með grástirnd augun beind að biblíubleikum himninum þar sem gandreiðin fer fram. “Það er rokk og það er reif og það er rosalegt æði,” þar til þú vaknar í miðjum félagsfræðitíma eftir síðdegisþrot og finnur hvernig mólekúl úr flannelskyrtu kennarans sáldrast ofan í andrúmsloftið eins og sósujafnari.

/
RSS Feed