Serbinn – Segulsvið svitans
Bubbi – Serbinn
Fjörutíu metrar á sekúndu. Ekki vindhviða heldur beinstíf leiðsla af flæðandi draugum inn í himinhvel hugans. Lax í dauðakippum. Eggjarauð kokteilsósa.
Ok uxans. Minkafeldur suður slavneska herrans. Hringar Salómons.
Framundan er bara vegurinn. Ekki Nebraska-vegurinn hans Steina heldur eitthvað miklu naprara og tærara. Slétta melrakka og vofunnar í hvilftinni. “Glitrar grund og vangur. Glóir sund og drangur”.
Botnaðu bílinn. Beygðu hugann. Keyrðu hraðar en vindurinn. Keyrðu hraðar en draumar þínir, hraðar en draugar þínir. Sigurinn verður þinn og ljósið.

/
RSS Feed