Some Velvet Morning – Poseidon og leðurstígvélakvendið

Nú er það áferð. Lagið sem fílað er í dag hefur sömu áferð og ef feldur af jarðíkorna væri tekinn, honum dýft ofan í stamp fullan af hunangi sem staðsettur væri í gufubaði og hann svo strengdur upp milli tveggja kaktusa til þerris.

Það er djúpt í þessu, það er ljúft í þessu. En með þessu fylgir einnig gomma af óræðni og síkadelíu. Niðurstaðan er notaleg ónotatilfinning – sem er alveg mergjuð tilfinning. Eitthvað sem allir fíla.

Fílalag
Fílalag
Some Velvet Morning - Poseidon og leðurstígvélakvendið
/