Wake Up – Micro-brewery kynslóðin vaknar
Arcade Fire koma frá Kanada. Að vísu er tæplega tveggja metra hái söngvarinn Win Butler amerískur mormóni sem fór til Montreal til að stúdera trúarbragðafræði og dró síðar bróðir sinn með í bandið. En restin er kanadískt krútt í gegn, kjöt- og kraftmikið.
Kanada er mjög „inclusive” land. Allir fá að vera með. Þar þrífst ekki elítumenning. Í Kanada fá allir að fara upp á svið og enginn er merkilegri en annar.
Það er gaman að blása í lúðra og drekka bjór, horfa á gamlar teiknimyndir, ræða heimspeki án þess að vera með prik upp í rassgatinu á sér. Og tengjast öðrum í gegnum nostalgíu fyrir millistéttarmenningu, fílgúddi og fegurð. Arcade Fire færði heiminum allt þetta.
Rokk og ról snýst ekki bara um að sparka upp hurð og kveikja á zippó kveikjara. Rokk og ról getur líka verið vinalegt, litríkt og ruglingslegt. Framúrstefnulegt og mainstream, bæði í einu. Arcade Fire virðist allavega takast það. Og varla eru þau að plata okkur öll?
Við fáum að vita meira í Fílalag þætti dagsins. Vaknið!
/
RSS Feed
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!